Meðferð persónuupplýsinga:

Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga

Garpurshop ehf. kann að safna, nota, geyma eða flytja mismunandi flokka persónuupplýsinga um einstaklinga sem skipta má í eftirfarandi flokka:

  • Auðkennisupplýsingar: s.s. nafn, notendanafn og samskonar auðkenni og kennitala.
  • Samskiptaupplýsingar: s.s. heimilisfang, tölvupóstur, símanúmer.
  • Fjármálaupplýsingar: s.s. bankareikning eða aðrar greiðsluupplýsingar
  • Upplýsingar um viðskiptasögu: yfirlit yfir þær vörur sem keyptar hafa verið og reikninga sem gefnir hafa verið út
  • Tæknilegar upplýsingar: s.s. ip-tala, innskráningarupplýsingar, upplýsingar um tegund og útgáfu vafra.
  • Upplýsingar um notendahegðun: upplýsingar um hvernig heimasíða, vörur eða þjónusta sé notuð
  • Upplýsingar um markaðssetningu: upplýsingar sem tengjast vali einstaklings á því hvort Garpurshop sé heimilt að senda honum markaðsefni

Aðferðir við söfnun persónuupplýsinga

Garpurshop ehf. kann að safna auðkennis- , samskipta- og fjármálaupplýsingum beint frá einstaklingum þegar þeir fylla út samning, eiga viðskipti í verslun okkar eða láta okkur fá þær í té með öðrum hætti. Dæmi um hvenær Garpurshop ehf. kann að safna upplýsingum beint frá einstaklingi:

  • Þegar einstaklingur kaupir vöru eða þjónustu
  • Þegar einstaklingur býr til aðgang að netverslun
  • Þegar einstaklingur skráir sig á póstlista hjá okkur
  • Þegar einstaklingur óskar eftir að haft verði samband við sig í gegnum tölvupóst okkar eða netspjall

Sjálfvirk tækni eða samskipti

Garpurshop ehf. kann einnig að safna tæknilegum upplýsingum um einstaklinga með sjálfvirkum hætti þegar einstaklingar nota vefsíðu Garpurshop ehf. Þeim persónuupplýsingum er safnað með notkun á vafrakökum, loggum og svipaðri tækni. Sjá nánar um vafrakökur hér.

Notkun persónuupplýsinga

Garpurshop ehf. mun aðeins nota persónuupplýsingar viðskiptavina í tilgangi sem samrýmist þeim sem var upphaflega fyrir söfnun þeirra. Dæmi um slíkan tilgang er:

  • Til að hægt sé að skrá nýjan viðskiptavin
  • Til að afgreiða og senda pantanir til viðskiptavina
  • Vegna framkvæmdar á viðskiptasambandi við viðskiptavini
  • Til að bæta netverslun, vöru/þjónustu, markaðssetningu og viðskiptasamband
  • Til að bjóða viðskiptavinum vöru eða þjónustu sem gæti höfðað til þeirra

Varðveisla persónuupplýsinga

Garpurshop ehf. mun aðeins varðveita persónuupplýsingar einstaklinga svo lengi sem tilgangur fyrir vinnslu er til staðar, þ.m.t. sá tilgangur að uppfylla lagaskyldu sem á Garpurshop ehf. hvílir samkvæmt lögum.

Garpurshop ehf. er heimilt að varðveita persónuupplýsingar lengur ef talið er að félagið þurfi að halda uppi eða verjast réttarkröfu vegna viðskiptasambands við einstakling.

Garpurshop ehf. ber skylda samkvæmt lögum um bókhald nr. 145/1994 að varðveita bókhaldsupplýsingar í 7 ár. Garpurshop ehf. mun því varðveita auðkennis- og samskiptaupplýsingar, fjármálaupplýsingar og upplýsingar um viðskiptasögu einstaklinga í 7 ár eftir að síðustu viðskipti áttu sér stað.

 

Réttindi einstaklinga varðandi persónugögn

Í vissum tilvikum hafa einstaklingar neðan greind réttindi samkvæmt persónuverndarlögum

Réttur til aðgangs að persónuupplýsingum

Einstaklingar hafa rétt til að fá staðfestingu á því hvort unnið sé með persónuupplýsingar þeirra og til aðgangs að eigin persónuupplýsingum.

Réttur til leiðréttingar á persónuupplýsingum

Einstaklingar hafa rétt til að láta leiðrétta persónuupplýsingar sem Garpurshop ehf. geymir um þá. Það gerir einstaklingum kleift að leiðrétta ófullkomnar eða ónákvæmar upplýsingar um þá.

Réttur til eyðingar á persónuupplýsingum

Einstaklingar geta haft rétt til þess að óska eftir að persónuupplýsingum þeirra sé eytt í ákveðnum tilfellum. Sá réttur getur til dæmis átt við ef tilgangur fyrir vinnslu er ekki lengur til staðar, einstaklingur hefur með árangursríkum hætti andmælt vinnslu eða Garpurshop ehf. hefur unnið persónuupplýsingar einstaklings með ólögmætum hætti.

Tekið skal fram að réttur til eyðingar er ekki fortakslaus og Garpurshop ehf. getur t.d. hafnað beiðni um eyðingu persónuupplýsinga þegar lög kveða á um ákveðinn varðveislutíma upplýsinga.

Réttur til að andmæla vinnslu

Einstaklingar hafa rétt til þess að andmæla vinnslu persónuupplýsinga sem byggð er á lögmætum hagsmunum Garpurshop ehf. eða þriðja aðila. Einstaklingar hafa einnig ávallt rétt til þess að andmæla vinnslu persónuupplýsinga vegna beinnar markaðssetningar.

Réttur til að takmarka vinnslu

Einstaklingar hafa rétt til þess að takmarka vinnslu persónuupplýsinga í ákveðnum tilfellum. Dæmi um slík tilvik gæti verið að einstaklingur hafi óskað eftir að kannaður sé áreiðanleiki persónuupplýsinganna eða hann hefur andmælt vinnslu og staðfesta þarf hvort lögmætir hagsmunir Garpurshop ehf. gangi framar hagsmunum einstaklingsins.