Almennt:

Garpurshop ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Verð:

Öll verð í vefverslun eru birt með fyrirvara um breytingar og villur.

Að skipta og skila vöru.

Veittur er 30 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur:

Skilafrestur á vöru eru 30 dagar frá dagsetningu kvittunar fyrir kaupum eða staðfestingu á móttöku sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær vara var keypt eða afhent.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar. Verðgildi vöru getur t.d. rýrnað ef innsigli á umbúðum er rofið, handbækur eða fylgihlutir vantar. Athuga skal að endurgreiðsla vegna skila á búnaði nær aðeins til kaupverðs búnaðar en annar kostnaður sem fellur til, m.a. vegna flutnings á búnaði. Viðskiptavinur ber áhættu á vörunni þar til við höfum móttekið hana.

Skilaréttur þessi á ekki við af eftirfarandi vörum:

  • Sérpöntunum
  • Notuðum vörum.

Gölluð vara.

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist.

Afhending vöru:

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

Af öllum pöntunum dreift af Íslandspóstur gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Garpushop ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Garpushop. ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Hægt er að greiða 590 kr. fyrir rekjanlegt bréf. Frí heimsending er á pöntunum 15.000kr. og yfir nema annað komi fram í lýsingu á vöru. Hundamatur er ekki innifalinn í frírri sendingu.

Verð á vöru og sendingakostnaður

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Við sendum allar vörur með Íslandspósti beint heim að dyrum. Sendingakostnaður er samkvæmt verðskrá Íslandspósts en ef verslað er fyrir 10.000,- eða meira þá fellur sendingarkostnaðurinn niður.

Þinn aðgangur:

Sem skráður notandi í vefverslun Garpurshop ehf. berð þú ábyrgð á trúnaði um notendaheiti, lykilorð og aðgang að þeim tölvum sem þú kannt að nota til aðgangs á vefinn. Við skráningu samþykkir þú að bera ábyrgð á öllum notkunartilvikum varðandi „Síðuna mína“ og lykilorð. Garpurshop ehf. áskilur sér einhliða rétt til að hafna þjónustu, loka aðgangi, fjarlægja eða breyta innihaldi vefsins eða stöðva pantanir ef þurfa þykir af öryggis- eða öðrum ástæðum.